Upplýsingar

+354 696-7496
9-17 virka daga

Verkefnalausn fyrir Office 365

Ein helsta áskorun verkefnadrifinna fyrirtækja er að hafa heildaryfirsýn á lykilverkefnin, geta stýrt því með formlegum hætti hvaða verkefni er farið í og veitt starfsmönnum skilvirkan vettvang til að sinna framkvæmd verkefna.

Verkefnalausn fyrir Office 365 er heildstæð verkefnastjórnunarlausn sem fullnýtir helstu verkefnastjórnunareiningar sem eru í Office 365, s.s. Teams, Planner, SharePoint og Outlook.
Við erum ekki að reyna að finna upp hjólið og smíða verkefnakerfi frá grunni heldur nýtum þá fjárfestingu sem fyrirtæki hefur nú þegar farið út í og bætum það sem upp á vantar.

Verkefnalausn OZIO er í senn vettvangur fyrir stjórnendur og eigendur að skilgreina og samþykkja verkefni, fyrir verkefnastjóra og verkefnahóp að framkvæma verkefnið og heildaryfirsýn fyrir stjórnendur og hagsmunaaðila til að fylgjast með framvindu og  árangri.

Helstu eiginleikar lausnar

  • Heildaryfirsýn á lykilverkefni fyrirtækisins (Project Portfolio)
  • Flokkun og skilgreining verkstrauma (Program Management)
  • Formlegt samþykktar og matsferli verkefna (Project Proposal Approval)
  • Rafrænir verkferlar sem stýra samþykkt og umgjörð fyrir mismunandi tegundir verkefna
  • Sjálfvirk myndun verkþátta fyrir mismunandi tegundir verkefna (Automatic Task Templates)
  • Tímaskráning
  • Árangursmælikvarðar og stöðuskýrslur verkefna
  • Smáforrit fyrir starfsmenn úti í mörkinni
  • Tenging við Microsoft Outlook
  • Tenging við fjárhagskerfi og birting upplýsinga úr verkbókhaldi (viðbótareining)

Við höfum áhuga á að fá kynningu á verkefnakerfi OZIO