Verkefnalausnir

Ein helsta áskorun verkefnadrifinna fyrirtækja er að fá skýra heildaryfirsýn á lykilverkefnin ásamt því að geta stýrt því með formlegum hætti hvaða verkefni er farið í.

steinn-SnipImage5

Verkefnalausnir OZIO byggja ofan á Verkefnastjórnunareiningar í Office 365 og SharePoint. Við erum ekki að reyna að finna upp hjólið og smíða verkefnalausn frá grunni heldur nýtum þá fjárfestingu sem fyrirtæki hefur nú þegar farið út í og bætum það sem upp á vantar.

Verkefnalausnir OZIO er í senn vettvangur verkefnahóps við framkvæmd verkefnis, heildaryfirsýn fyrir stjórnendur og stjórnskipulag verkefna með samþykktar- og matsferli.

Helstu eiginleikar lausnar

  • Heildaryfirsýn á lykilverkefni fyrirtækisins
  • Formlegt samþykktar og matsferli verkefna
  • Rafrænir verkferlar sem stýra samþykkt og umgjörð fyrir mismunandi tegundir verkefna
  • Árangursmælikvarðar og stöðuskýrslur verkefna
  • Smáforrit fyrir starfsmenn úti í mörkinni
  • Tenging við Microsoft Outlook

 

Ég hef áhuga á Verkefnalausnum OZIO