Innleiðingar- og aðlögunarferlið
Innleiðing- og aðlögun á Microsoft 365 snýst ekki um að stinga í samband og allt er klárt fyrir notkun. Ferlið er þríþætt:
Kerfisuppsetning – Grunnuppsetning á Microsoft 365 umhverfi (tenant), tenging tölvupósts og aðgengi að helstu þjónustum
Uppsetning upplýsingahögunar – Uppsetning á skjalahögun, aðlögun á umhverfi út frá þörfum viðskiptavinar, aukin notkun og aðlögun á samskipta- og samvinnulausnum
Innleiðing og aðlögun stafrænna verkferla og sérlausna – Uppsetning og þróun á stafrænum verkferlum, sérlausnum og frekari aðlögun umhverfisins að þörfum viðskiptavina.
Meðan fyrsta stigið kerfisuppsetning er nokkuð þekkt og allar líkur á að ykkar tölvurekstraraðili geti sinnt því, þá eru seinni tvö stigin stærsti hluti innleiðingar, sem krefst frekari greiningar og þróunar. En jafnframt liggur mesta hagræðingin í seinni stigum innleiðingar- og aðlögunarferlisins.