Upplýsingar

+354 696-7496
9-17 virka daga

Intro Stafræn vegferð Hafa samband Fjöldi fyrirtækja eiga í erfiðleikum með að fullnýta fjárfestingu sína í upplýsingatækni. Eitt besta dæmið um það er Microsoft 365, sem er skýjalausn frá Microsoft. Það er okkar markmið að aðstoða fyrirtæki við að innleiða og aðlaga Microsoft 365 og tryggja að notkun starfsmanna sé með besta móti. með Microsoft 365 Innleiðing og aðlögun

Innleiðingar- og aðlögunarferlið

Innleiðing- og aðlögun á Microsoft 365 snýst ekki um að stinga í samband og allt er klárt fyrir notkun. Ferlið er þríþætt:

Kerfisuppsetning – Grunnuppsetning á Microsoft 365 umhverfi (tenant), tenging tölvupósts og aðgengi að helstu þjónustum

Uppsetning upplýsingahögunar – Uppsetning á skjalahögun, aðlögun á umhverfi út frá þörfum viðskiptavinar, aukin notkun og aðlögun á samskipta- og samvinnulausnum

Innleiðing og aðlögun stafrænna verkferla og sérlausna – Uppsetning og þróun á stafrænum verkferlum, sérlausnum og frekari aðlögun umhverfisins að þörfum viðskiptavina.

Meðan fyrsta stigið kerfisuppsetning er nokkuð þekkt og allar líkur á að ykkar tölvurekstraraðili geti sinnt því, þá eru seinni tvö stigin stærsti hluti innleiðingar, sem krefst frekari greiningar og þróunar. En jafnframt liggur mesta hagræðingin í seinni stigum innleiðingar- og aðlögunarferlisins. 

Stöðumat og greining
Við metum stöðuna eins og hún er og greinum helstu áskoranir. Skilgreinum hvað það er sem viðskiptavinurinn vill ná fram með nýjum/endurbættum lausnum. 
Högun
Við teiknum upp upplýsinga og kerfishögun út frá niðurstöðum greiningar og þarfa viðskiptavinarins. Við leggjum mikið upp úr því að sú mynd sem við stillum upp sé auðskilin. 
Innleiðing
Innleiðingar nýrrar upplýsingahögunar og lausna getur verið allt frá 2 mánuðum upp í 2 ár, allt eftir umfangi og flækjustigi. Við leggjum upp úr því að brjóta innleiðinguna upp í viðráðanlega áfanga sem spanna frá 6-8 vikum með reglulegu stöðumati. 
Séraðlaganir og þróun
Allar séraðlaganir og þróun sérlausna eru svo teknar í kjölfar innleiðingar á stöðluðum lausnum og kerfiseiningum. Þar með náum við árangri í innleiðingum frekar en að láta þær dragast vegna flækjustigs séraðlaganna.