Upplýsingaöryggisstefna

OZIO hefur markað sér eftirfarandi stefnu til að standa vörð um gögn viðskiptavina og þeirra kerfa sem gögnin eru vistuð í.

  • Að hámarka öryggi upplýsinga okkar viðskiptavina sem við meðhöndlum hverju sinni
  • Að fylgja viðurkenndum venjum og reglum um stjórn upplýsingaöryggis
  • Stefna OZIO í upplýsingaöryggismálum er bindandi fyrir alla starfsmenn OZIO ehf sem og undirverktaka sem starfa í okkar nafni
  • Allir starfsmenn OZIO eru skuldbundnir til að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, tapi eða flutningi
  • Starfsmönnum OZIO, undirverktökum, núverandi og fyrrverandi er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál OZIO ehf
  • OZIO endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.

Síðast uppfært: 20.09.2018