Rafrænir verkferlar og sjálfvirkni

Allmörg fyrirtæki og stofnanir eru enn að láta viðskiptavini fylla út PDF umsóknir og skila inn ýmist á pappír eða tölvupósti. Það felur í sér tvíverknað fyrir starfsmenn sem yfirleitt þurfa að skrá upplýsingarnar inn aftur í kerfi fyrirtækisins, jafnvel fleiri en eitt kerfi.

Office 365 automation digital biz mynd

Ráðgjöf OZIO á sviði rafrænna verkferla og sjálfvirkni felst í því að aðstoða fyrirtæki að sjá tækifærin til að nýta Office 365 lausnir á skilvirkan hátt og lágmarka tvíverknað. Það skilar sér í auknu hagræði fyrir alla hagsmunaaðila.

Dæmi um rafræna verkferla sem við höfum sett upp í Office 365:

  • Atvikaskráning – Skrá atvik/slys á verkstað með smáforriti sem skilar sér í miðlægt kerfi
  • Umsóknar og ráðningar – Frá starfsumsókn til móttöku nýrra starfsmanna
  • Gestaskráningar – Skrá nýja gesti fyrirtækis inn og láta ábyrgðaraðila vita
  • Umsóknarferlar – Rafrænar umsóknir af ytri vef sem enda í umsóknarkerfi viðskiptafulltrúa
  • Samþykktir – Samþykktarferlar, samningar, beiðnir, umsóknir sem tengingu við rafrænar undirritanir

Hafið samband við Sigurjón Hákonarson (sigurjon@ozio.is) eða Björn Hermannsson (bjorn@ozio.is) með frekari upplýsingar.