Upplýsingar

+354 696-7496
9-17 virka daga

Intro Stafræn vegferð Hafa samband Fjöldi fyrirtækja eiga í erfiðleikum með að fullnýta fjárfestingu sína í upplýsingatækni. Eitt besta dæmið um það er Microsoft 365, sem er skýjalausn frá Microsoft. Það er okkar markmið að aðstoða fyrirtæki við að innleiða og aðlaga Microsoft 365 og tryggja að notkun starfsmanna sé með besta móti. með Microsoft 365 Innleiðing og aðlögun
Mörg fyrirtæki gera sér ekki grein fyrir hvaða hugbúnað og þjónustur þau eiga sem hluti af Office 365 áskriftinni. Flest vita að Office 365 er aðgengi að Microsoft Office hugbúnaðinum, tölvupóstur (Outlook) og skjalavistun fyrir starfsmenn (Onedrive for Business).
Færri vita að Office 365 er heildstæð fyrirtækjalausn sem bíður upp á ýmsa möguleika til hagræðingar í upplýsingatæknikostnaði.

Hvað fær fyrirtækið þitt út úr Office 365:

 • Aðgang að Office hugbúnaði á allt að fimm tæki per starfsmann
 • Tölvupóstur fyrir alla starfsmenn með áskrift
 • Skjalavistun fyrir persónuleg skjöl (heimasvæði)
 • Skjalastjórnun fyrir hópa og verkefni (Teams/SharePoint)
 • Skjalastjórnunareiginleikar fyrir skrár, samninga, ofl.
 • Verkefnakerfi fyrir hópa (Teams/Planner/SharePoint)
 • Samvinnu- og samskiptasvæði hópa/deilda (Teams/Planner/SharePoint)
 • Aðgangur fyrir utanaðkomandi aðila s.s. viðskiptavini, samstarfsaðila, eftirlitsaðila

Auk þess koma nýjustu uppfærslur reglulega inn hjá notendum (háð stillingum).

Office 365 ráðgjöf OZIO felst í því að aðstoða fyrirtæki við að kortleggja grunnþarfir og áherslur í starfseminni og kortleggja hvernig best má nýta Office 365 til hagnýtra verka.

Dæmi um verkefni sem fyrirtæki hafa verið að leysa með lausnum Office 365:

 • Heildstætt verkefnakerfi fyrir flókin og umfangsmikil verkefni
 • Sölu- og viðskiptamannakerfi fyrir sölumenn
 • Rafrænir verkferlar, eins og atvikaskráning, beiðnakerfi, mótttaka nýrra starfsmanna
 • Uppsetning gæðakerfis, gæðahandbókar, úttektarkerfis og umbótaverkefna
 • Umsjón og utanumhald utan um innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf (GDPR)

Sendu okkur fyrirspurn hér að neðan ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar eða kynningu um Office 365 ráðgjöf OZIO ehf.